Árni Oddur með 200 milljónir í laun í fyrra

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk 1.439 þúsund evrur í árslaun í fyrra. Það nemur um 204 milljónum á gengi dagsins í dag, eða 17 milljónum á mánuði. Til viðbótar við þetta er 220 þúsund evra lífeyrisgreiðsla, eða um 31 milljón og kaupréttur að 2.260.000 hlutum í Marel. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Regluleg laun og hlunnindi Árna voru 1.060 þúsund evrur, eða sem nemur um 150 milljónum króna. Þá voru kaupaukagreiðslur 379 þúsund evrur, eða um 53,7 milljónir.

Til samanburðar voru regluleg laun og hlunnindi Árna í fyrra 634 þúsund evrur, eða um 90 milljónir á gengi dagsins í dag. Hækka þau því um 67% milli ára. Þá voru kaupaukagreiðslur 278 þúsund evrur, eða um 40 milljónir og hækka um 36% milli ára.

Eftir að fréttin var skrifuð sendi Marel frá sér leiðréttingu á ársreikningnum, en þar kemur fram að skekkja hafi verið í launum lykilstjórnenda fyrirtækisins. Meðal annars var ranglega farið með laun og hlunnindi Árna sem nemur 50 milljónum króna. Sjá má leiðréttar upphæðir í þessari frétt:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK