Miklar sveiflur hafa verið á verði hlutabréfa í Kauphöll Íslands það sem af er degi. OMX Iceland 10 vísitalan hefur lækkað um 2,58% en hlutabréf Icelandair hafa hækkað mest eða um 9,33%. Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 60% á einum mánuði og 36% á einni viku. Síðustu viðskipti með félagið voru á genginu 3,25. Reitir hafa aftur á móti lækkað um 8,93%, Arion banki um 6,78% og Síminn hefur lækkað um 4,08%.
Nordic 40 hefur lækkað um 2,5% og úrvalsvísitalan í Kaupmannahöfn hefur lækkað um 1,96%, í Stokkhólmi nemur lækkunin 2,79% og í Helsinki 3,22%.