Krefjast bólusetningar farþega

Boeing 737-800 þota Qantas í flugtaki frá Kingsford Smith flugvellinum …
Boeing 737-800 þota Qantas í flugtaki frá Kingsford Smith flugvellinum í Sydney. AFP

Ástralska flugfélagið Qantas hefur gefið það út að í framtíðinni muni það krefjast þess að alþjóðlegir ferðamenn séu bólusettir fyrir kórónuveirunni áður en þeir mæta í flug. Alan Joyce, forstjóri félagsins segir að um nauðsynlegt skref sé að ræða.

„Ég tel að þetta verði almennt gert miðað við samræður mínar við kollega og önnur flugfélög víða um heim,“ sagði Joyce. 

Ástralía lokaði alþjóðlegum landamærum sínum snemma í faraldrinum og gerði sóttkví við komuna til landsins að skyldu fyrir þá Ástrala sem þangað sneru aftur til landsins eða þá sem þar höfðu dvalarleyfi. Lítið hefur verið um smit í Ástralíu að undanförnu en Ástralar hafa gripið til víðtækra lokana, sýnatöku og smitrakningar. 

Í viðtali við áströlsku fréttastofuna Nine Network sagði Joyce að Qantas horfði nú til skilmálabreytinga fyrir alþjóðlega farþega.

„Við munum biðja fólk að fara í bólusetningu áður en það kemur upp í flugvélar okkar. Við teljum að þetta sé nauðsynlegt fyrir alþjóðlega farþega og þá farþega sem yfirgefa landið,“ sagði Joyce.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK