Alhliða lausn fyrir fjármálin

Tinna Björk Bryde segir aðsóknina hafa þrefaldast á tveimur árum.
Tinna Björk Bryde segir aðsóknina hafa þrefaldast á tveimur árum. Kristinn Magnússon

Fjártæknifyrirtækið Aurbjörg heldur úti vefsvæði þar sem neytendur geta fengið betri yfirsýn á heimilisfjármálin.

Tinna Björk Bryde, viðskiptaþróunarstjóri hjá Aurbjörgu, segir, spurð um heimsóknir á síðuna, að samanburður kjara húsnæðislána og lánareiknivélin séu vinsælustu eiginleikar vefsíðunnar. Nýlega bættist við vefsvæði þar sem notendur geta annaðhvort keypt sér áskrift eða verið með ókeypis aðgang.

Heimsóknir þrefaldast

Notendum hefur fjölgað ört og eru nú 21.500 talsins. Vöxturinn í heimsóknum hefur einnig verið mikill. Fjöldi þeirra á milli ára hefur aukist um 50%. Ef litið er til síðustu tveggja ára hafa þær þrefaldast. Alls eru það um 60-70 þúsund manns sem skoða vefsíðuna á mánuði.

Aðspurð segir hún aðsóknina aukast mikið þegar neytendamál leita í umfjöllunina, líkt og vaxtahækkanir, raforkuverð og fleira. Nýtt fasteignamat jók einnig aðsóknina á vefsíðuna og segir hún notendur vera duglega að vakta húsnæðismarkaðinn og lánin sín.

„Þær breytingar sem við höfum orðið vör við er að heimsóknir á samanburðarsíðu á bensínverði hafa aukist milli mánaða, eins skammtímalán og sparnaður.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka