c

Pistlar:

9. desember 2013 kl. 1:12

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Séreign & skuldaniðurfelling - 2 af 3 ekki svo slæmt

Í nýlegum pistli mínum varðandi séreign og skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar, skrifaður nokkrum dögum áður en þær voru tilkynntar, stóð eftirfarandi orðrétt í niðurlagi textans:

Ég vona því að í tillögum á skuldaniðurfellingum lána verði auk þess í blönduðu leiðinni þrír kostir í boði:

1. Skattaafsláttur vegna afborgana af íbúðalánum allt að 40 þúsund á mánuði.

2. Hægt verði að nota framlag fólks og vinnuveitenda þess til að greiða skattfrjálst niður höfuðstól lána.

3. Fólki verði kleif að nota séreign sína til greiðslu vaxta og verðbóta húsnæðislána. Þannig eykur það eignarmyndun sína enn hraðar í húsnæði sínu sem veitir því hugsanlega bestu ávöxtun sem völ er á.

Ekki er hægt að segja að tillögur skuldaniðurfellinga hafi valdið mér vonbrigðum. Mánaðarlegur skattaafsláttur er veittur fyrir rúmlega 40 þúsund krónur á mánuði sem fólk getur nýtt sér með framlög þess og vinnuveitenda til að greiða niður skattfrjálst höfuðstól lána. Fyrstu tvö ofangreind atriði eru því hluti af þeim tillögum sem sérfræðingahópurinn kom fram með. Ekki kom fram að hægt yrði að nýta séreign til greiðslu vaxta og verðbóta húsnæðislána þó svo að ég útiloki ekki að slíkt sé enn mögulegt. Tel ég að slíkt eigi að vera fjárfestingarkostur fyrir fólk rétt eins og að kaupa verðbréf. Engu að síður má segja að tveir af þremur kostum sem ég óskaði eftir urðu að veruleika.

Ég var spurður að því í fréttum RÚV hvort að þetta geti ekki skapað ofþenslu. Ég svaraði að ofþensla sé nú eitt af því seinasta sem íslenska ríkið þurfi að hafa áhyggjur af að eigi sér stað núna á næstu árum. Nýlegar tölur um hagvöxt benda þó til þess að hagvöxtur hafi verið töluverður á þessu ári en fjárfestingar dragast mikið saman, sem er áhyggjuefni. 

Ein af ástæðum þess auk þess að ekki er vert að hafa áhyggjur af slíku er að ekki er verið að senda fólki tékka í póstinum til að upplifa á ný 2007 eyðslu. Verið er að lækka höfuðstól á skuldum fólks, aðgerðir sem eru algengar í framhaldi af fjármálakreppum og nauðsynlegar til að ná skuldum niður í viðráðanleg hlutföll til lengri tíma. Í raun er verið að draga úr fjármagni í umferð og því verðbólguþrýstingi nema að heimili og bankar fari saman á ný að prenta peninga með því að veita (taka) lán út á auknum veðheimildum; ég neita að trúa því að slíkt gerist í bráð.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

People Need Housing to Live in - https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02673037.2024.2339920

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

Stjórnarmaður í Almenna

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira