Buffy valin besta kvenhasarmyndahetjan

Sarah Michelle Gellar, til hægri, ásamt stöllu sinni Michelle Trachtenberg …
Sarah Michelle Gellar, til hægri, ásamt stöllu sinni Michelle Trachtenberg sem einnig leikur í þáttunum um Buffy.

Lesendur tímarits sjónvarpsstöðvarinnar Sky hafa valið vampírubanann Buffy bestu kvenhetju í kvikmyndum eða sjónvarpi. Var Buffy fyrir ofan Lara Croft og Ellen Ripley, söguhetju Ókindamyndanna, í valinu. Bandaríska leikkonan Sarah Michelle Gellar, 24 ára, leikur titilhlutverkið í sjónvarpsþáttunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.

Í samtali við Sky sagði Gellar að það væri uppörvandi fyrir sig að hún þyrfti ekki að fara í brjóstastækkun til að njóta virðingar og vinsælda. „Ég lít þannig á að kynþokkinn felist í því að hafa sjálfstraust," sagði Gellar. Þá segist hún ekki þurfa á vímuefnum að halda, hún drekki ekki áfengi, reyki ekki og noti ekki fíkniefni. Þá forðist hún steiktan mat og drekki ekki lengur kaffi. Listinn yfir helstu kvenhetjur að mati lesenda Sky er eftirfarandi: 1. Buffy
2. Lara Croft
3. Ellen Ripley
4. Myrkraengillinn
5. Undrakonan
6. Xena Warrior Princess
7. Sarah Connor í Tortímandanum
8. Sydney Bristow
9. Emma Peel í Hefnendunum
10. Englar Charlies.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir