Lesendur tímarits sjónvarpsstöðvarinnar Sky hafa valið vampírubanann Buffy bestu kvenhetju í kvikmyndum eða sjónvarpi. Var Buffy fyrir ofan Lara Croft og Ellen Ripley, söguhetju Ókindamyndanna, í valinu. Bandaríska leikkonan Sarah Michelle Gellar, 24 ára, leikur titilhlutverkið í sjónvarpsþáttunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.