Dægurmál
10. apríl 2025
Það er varla hægt að kynna Einar Bárðarsson til leiks öðruvísi en sem þúsundþjalasmið. Hann hefur komið víða við og svo sannarlega sett svip á íslenska tónlistarmenningu enda samið hvern smellinn á fætur öðrum, sett saman stúlkna- og strákabönd, verið umboðsmaður, dæmt í söngvakeppnum og svo lengi mætti upp telja. Einar Bárðarsson fer yfir ferilinn í þætti dagsins í samtali við Kristínu Sif Björgvinsdóttur.