Ísraelar hafi líklega brotið alþjóðalög

Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að komast að …
Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að komast að óyggjandi niðurstöðu um einstök atriði. AFP

Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem birtist fyrr í dag segir að Ísraelar hafi líklega brotið alþjóðalög með notkun bandarískra vopna. Þar segir samt að ekki fundust nægar sannanir til að geta hindrað sendingar til þeirra.

Skýrslan segir að það sé „réttmætt“ að meta það svo að Ísrael, sem fær bandarísk vopn fyrir um þrjá milljarða dollara á ári, hafi notað vopnin þannig að það bryti gegn mannréttindum. Bandaríkin gætu samt ekki komist að „afgerandi niðurstöðu“ í málinu.

Umræður innan utanríkisráðuneytisins

Skýrslunni var haldið leyndri í nokkra daga í ráðuneytinu. Er það sökum umræðna í ráðuneytinu um hvort áminna ætti Ísrael sem hefur verið sögulegur bandamaður Bandaríkjanna.

Ráðuneytið skilaði skýrslunni tveimur dögum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti hótaði að halda eftir ákveðnum sprengjum og stórskotaliðsskotum ef Ísrael myndi gera árás á Rafah borgina. Skýrslan hafði ekki áhrif á þá ákvörðun forsetans.

Biden gaf út minnisblað í febrúar sem kallast NSM-20 og felur í sér að ríki sem þiggja bandaríska heraðstoð verði að veita yfirvöldum trúverðugar og áreiðanlegar upplýsingar eða tryggingu um að þau hlíti mannréttindalögum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hótaði Ísraelsmönnum að halda eftir vopnum myndu …
Joe Biden Bandaríkjaforseti hótaði Ísraelsmönnum að halda eftir vopnum myndu þeir ráðast á Rafah borgina. AFP

Erfitt að meta og komast að niðurstöðu vegna eðlis átakanna

Í skýrslunni segir að Ísrael hafi tryggt Bandaríkjunum og „tilgreint fjölda ferla til að tryggja að farið sé að kröfum sem eru innbyggðar á öllum stigum hers þeirra,“ segir í skýrslunni.

Aftur á móti vísar skýrslan til eðlis átakanna á Gasa-svæðinu og segir það erfitt að meta og komast að óyggjandi niðurstöðu um einstök atriði.

„Engu að síður í ljósi þess hve Ísraelar treysta verulega á varnarvörur framleiddar í Bandaríkjunum er eðlilegt að meta að varnarhlutir sem falla undir NSM-20 minnisblaðið hafi verið notaðir af ísraelskum öryggissveitum síðan 7. október í tilvikum sem eru í ósamræmi við aðferðir sem eiga að draga úr skaða borgara,“ segir í skýrslunni.

Hernaðarfloti ísraelska hersins.
Hernaðarfloti ísraelska hersins. AFP

Í skýrslunni sagði að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af aðgerðum og aðgerðarleysi Ísraela sem stuðlaði verulega að skorti á viðvarandi og fyrirsjáanlegri afhendingu nauðsynlegrar aðstoðar til Palestínumanna.

Þó meti bandarísk stjórnvöld það ekki svo að ísraelsk stjórnvöld séu að banna eða takmarka flutning eða afhendingu bandarískra mannúðaraðstoðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka