Skipanir Ísraelsmanna „óásættanlegar“

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. AFP/Vyacheslav Oseledko

Fyrirskipanir Ísraela um brottflutning Palestínumanna úr borginni Rafah eru óásættanlegar að mati Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Þetta skrifaði hann á samfélagsmiðlinum X í dag en Ísraelsher hefur fyrirskipað Palestínumönnum að yfirgefa fleiri svæði í austurhluta Rafah og á norðurhluta Gasasvæðisins.

Fleiri en 80.000 manns hafa flúið borg­ina Rafah síðan á mánu­dag­inn sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sam­einuðu þjóðanna.

Vill fá varanlegt vopnahlé

„Fyrirmæli um að flytja óbreytta borgara, sem eru fastir í Rafah, á óörugg svæði eru óásættanleg,“ skrifaði Michel, leiðtogi Evrópuráðsins, sem er fulltrúi 27 aðildarríkja ESB.

Talið er að 1,4 millj­ón­ir manna hafi leitað skjóls í borg­inni eft­ir að árás­ir Ísra­els­manna á Gasa­svæðið hóf­ust í októ­ber. Hafa um 35 þúsund Palestínu­menn fallið í árás­um Ísraelsmanna, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa.

„Við skorum á Ísraelsstjórn að virða alþjóðleg mannúðarlög og hvetjum til þess að ekki verði ráðist í aðgerðir á jörðu niðri í Rafah,“ bætti hann við.

Hann hvatti einnig til þess að reynt yrði að koma á varanlegu vopnahléi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka