43 látnir og 15 saknað

Að minnsta kosti 43 eru látnir eftir flóðið á Súmötru.
Að minnsta kosti 43 eru látnir eftir flóðið á Súmötru. AFP/Rezan Soleh

Að minnsta kosti 43 manns hafa látið lífið vegna flóðs á Súmötru í Indónesíu og 15 til viðbótar er saknað.

Hamfaraeftirlit ríkisins segir 84 heimili, 64 brýr og tvær moskur hafa skemmst vegna flóðsins.

Ilham Wahab, fulltrúi hamfaraeftirlitsins, segir að fyrst og fremst sé þeirra leitað sem urðu fyrir flóðinu og í öðru lagi þeir verndaðir sem þurft hafa að flýja heimili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka