Hvetja karla til að keyra eins og konur

AFP/Anthony Wallace

Frönsk umferðaröryggissamtök hafa hleypt af stað nýrri herferð þar sem karlar eru hvattir til að keyra eins og konur.

Markmiðið með herferðinni er að fækka dauðsföllum og afsanna staðalímyndina að karlar séu betri ökumenn en konur.

Herferðin ber yfirskriftina: „Keyrðu eins og kona.“ Umferðarsamtökin benda á að staðalímyndin um að karlar séu betri ökumenn en konur byggi á engum rökum.

Þá hafi verið gerð úttekt á vegum franska ríkisins um umferðaröryggi. Þar leiddi í ljós að 84 prósent banaslysa í umferðinni höfðu verið af völdum karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka