Þrír grunaðir um vopnað rán

Hinir grunuðu fóru af vettvangi akandi.
Hinir grunuðu fóru af vettvangi akandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vopnað rán var framið í Reykjavík í dag. Þrír eru grunaðir um verknaðinn.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki kemur fram í hvaða hverfi ránið var en útkallið heyrir undir lögregustöð 1 sem sinnir erindum í miðborginni og nágrenni.

Hinir grunuðu munu hafa tekið muni af manni og verið vopnaðir við verknaðinn. Þeir fóru svo af vettvangi á bifreið en rannsókn málsins miðar vel, segir í tilkynningunni.

Lögregla hafði einnig afskipti af einstakling sem er grunaður um vörslu fíkniefna auk þess að vera eftirlýstur. Hann reyndi að hlaupa frá lögreglu en var hlaupinn uppi og vistaður í þágu rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka