Þolandi ofbeldisins frá Möltu

Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr …
Brotin áttu sér stað í Reykholti í Biskupstungum. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Einstaklingur sem varð fyrir alvarlegu ofbeldi sem átti sér stað í heimahúsi í Reykholti í lok apríl er frá Möltu en ekki Palestínu. 

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is, en RÚV hafið greint frá því og vísað í heimildir að þolandinn væri Palestínumaður. 

Jón Gunnar kvaðst ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en sagði rannsóknina yfirgripsmikla og í fullum gangi. Um er að ræða brot er varðar meinta frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás og fjár­kúg­un í heima­húsi í Reyk­holti.

Þrír karl­menn og ein kona hafa sætt gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins og eru all­ir hinna grunuðu Íslend­ing­ar. 

Aðspurður kveðst Jón Gunnar ekki geta staðfest hvort hinir grunuðu hafi keyrt einstaklinginn upp á Keflavíkurflugvöll til að senda hann úr landi eins og heimildir RÚV herma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert