Veðurhorfur í dag og á morgun

Hitaspá Veðurstofu á morgun, 14. maí, klukkan 15.
Hitaspá Veðurstofu á morgun, 14. maí, klukkan 15. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má með norðlægri vindátt í dag, þar sem dálítil lægð mun fara hægt í austur með suðurströnd landsins.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Segir þar að kaldi eða strekkingur verði vestan til, en annars hægari vindur annars staðar á landinu.

Skúrir verða á Suðausturlandi, og lítilsháttar rigning eða jafnvel slydda um landið norðanvert, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Hiti verður á bilinu 2 til 12 stig, mildast syðst.

Á morgun er útlit fyrir fremur hægan vind á landinu og víða þurrt og bjart veður, en stöku skúrir verða við suðurströndina. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert