Var bestur í sjöttu umferðinni

Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Patrick Pedersen, danski framherjinn hjá Val, var besti leikmaður 6. umferðar Bestu deildar karla að mati Morgunblaðsins.

Patrick lék mjög vel og skoraði tvö mörk þegar Valsmenn sigruðu KA 3:1 á Hlíðarenda á laugardaginn en hann fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.

Þetta er ellefta tímabilið sem Patrick spilar með Val, frá 2013, en hann lék ekki með liðinu árið 2016. Hann hefur nú skorað 104 mörk í 168 leikjum fyrir félagið í efstu deild, fimm þeirra á þessu tímabili. 

Umfjöllunin um hann í heild sinni ásamt úrvalsliði umferðarinnar er í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert