Var voðalega lítið að gerast

Fanndís Friðriksdóttir skýtur, María Dögg Jóhannesdóttir fylgist með.
Fanndís Friðriksdóttir skýtur, María Dögg Jóhannesdóttir fylgist með. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við hefðum átt að breyta leikskipulagi fyrst,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í samtali við mbl.is eftir tap síns liðs fyrir Íslandsmeisturum Vals, 2:1, í 5. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag.

Tindastólsliðið er enn í fjórða sæti þrátt fyrir tapið en liðið er með sex stig eftir fimm leiki. 

„Það er svekkjandi að leikurinn hafi endað 3:1. Mér fannst svosem eðlilega að Valur skyldi vinna miðað við gang leiksins. Hefði mátt vera 2:1. Þetta var ágætis frammistaða en við höfum átt betri. 

Taktísk mistök hjá mér þessi leikur, hann var ekki nógu vel settur upp varnarlega. Ég sé eftir því en það er fljótlega leikur aftur og þá reynum við að gera betur. 

Mér fannst voðalega lítið vera að gerast hjá Val upp að markinu. Valskonur voru vissulega með boltann en þær fengu eiginlega engin opin færi fram að markinu.“

Valskonur eru fáránlega góðar 

„Aftur á móti fengu við tvö nokkuð góð færi. Við vorum í ágætis málum og hefðum átt að breyta leikskipulagi fyrr. 

En auðvitað voru einstaklingsgæði í mörkunum. Valskonur eru fáránlega góðar. Þetta er besta lið landsins á meðan við erum með stelpur sem ná ekki alveg að lesa í aðstæður alltaf þó þær hafi staðið sig frábærlega. 

Við lærum af þessu og tökum þetta með okkur í Íslandsmótið áfram,“ sagði Halldór. 

Hvernig leggst þá framhaldið í ykkur?

Okkar frammistaða á tímabilinu er heilt yfir búin að vera mjög góð. Framhaldið leggst mjög vel í okkur og við ætlum að halda áfram að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera,“ bætti Halldór við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka