Allt galopið fyrir seinni leikinn

Það er allt jafnt fyrir seinni leikinn.
Það er allt jafnt fyrir seinni leikinn. Ljósmynd/Southampton

West Brom og Southampton skildu jöfn, 0:0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í West Brom í dag.

Southampton endaði í fjórða sæti B-deildarinnar með 87 stig og West Brom í fimmta sæti með 75. Þrátt fyrir það var lítið sem skildi liðin að í dag.

Seinni leikurinn fer fram á föstudaginn kemur í Southampton. Sigurliðið í einvíginu mætir Leeds eða Norwich í úrslitum á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert