Katrín Tanja fjórtánda á heimslista

Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtánda sæti á nýútgefnum heimslista í CrossFit. Katrín Tanja hefur lokið keppni á tímabilinu vegna bakmeiðsla. Björgvin Karl Guðmundsson er hæstur Íslendinga.

CrossFit samtökin gáfu út heimslista í gær en samanlagður árangur síðustu tveggja ára er lagður saman til að reikna út stöðu hvers og eins. Kvennamegin er Laura Horvath efst en auk Katrínar Tönju er Þuríður Erla Helgadóttir (23) og Sara Sigmundsdóttir (31) meðal efstu 100 í heiminum.

Björgvin Karl stendur í stað í ellefta sæti en Jeffrey Adler er efstur á lista í karlaflokki. Björgvin, Þuríður og Sara munu keppa á undanúrslitamóti í Lyon í Frakklandi sem fram fer 17.-19. maí.

Listi kvenna

Listi karla

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka