McIlroy sækir um skilnað

Rory McIlroy vann Wells Fargo-mótið um liðna helgi.
Rory McIlroy vann Wells Fargo-mótið um liðna helgi. AFP/Jared C. Tilton

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Ericu, eftir sjö ára hjónaband.

The Telegraph greinir frá því að Rory hafi lagt fram pappíra þess efnis í North County dómshúsinu í Flórídaríki í Bandaríkjunum í gær.

Saman eiga Rory og Erica dótturina Poppy, sem er fjögurra ára.

Hann er 35 ára gamall og vann Wells Fargo-mótið á sunnudag.

Tekur Rory þátt á PGA-mótinu um næstu helgi, þar sem hann freistar þess að vinna sitt fyrsta stórmót í áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka