Gamli landsliðsþjálfarinn Evrópumeistari

Axel Stefánsson
Axel Stefánsson Eggert Jóhannesson

Axel Stefánsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, og lið hans Storhamar frá Noregi unnu Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Axel er aðstoðarþjálfari liðsins.

Storhamar lagði Gloria Bistrita frá Rúmeníu í úrslitaleiknum sem fram fór í Graz í Austurríki í dag 29:27 en Storhamar var marki undir í hálfleik, 14:15.

Axel þjálfaði ís­lenska kvenna­landsliðið frá 2015 til 2018 og hef­ur verið aðstoðarþjálf­ari Stor­hama frá 2021. Hann læt­ur af störf­um í sum­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert