Óvíst með Landin

Niklas Landin er meiddur á auga
Niklas Landin er meiddur á auga AFP

Landsliðsmarkvörður Dana í handbolta, Niklas Landin, er meiddur á auga og óvíst er með framhaldið hjá honum. Félagslið hans, Aalborg, hefur upplýst að Landin spili ekki í undanúrslitum dönsku deildarinnar gegn Skjern á fimmtudaginn.

Landin sneri heim úr landsliðsverkefni Dana og missti af báðum landsleikjum helgarinnar gegn Noregi og Króatíu. Greiningin er blæðing á nethimnu í hægra auga markvarðarins sem kom fram í læknisskoðun í dag. Meiðslin hlaut hann í leik gegn Bjerringbro-Silkeborg þann 5. maí.

Aalborg mætir Skjern á fimmtudaginn í undanúrslitum en liðið er einnig komið í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka