fös. 17. maí 2024 21:15
Evrópuráðið í Strassborg
Evrópuráðið vinnur að sáttmála um gervigreind

Evrópuráðið hefur hafist handa að skrifa nýjan alþjóðasáttmála sem felur í sér lagasetningu um notkun gervigreindar.

Í yfirlýsingu Evrópuráðsins segr að með sáttmálanum verði skapaður á lagarammi sem nái yfir allan feril gervigreindakerfa og trkist á við hættu sem gervigreind kunni að hafa í för með sér.

Markmið sáttmálans er meðal annars að tryggja að notkun gervigreindar brjóti ekki gegn mannréttindum fólks og að ekki sé vegið að lýðræði ríkja. 

„Samningurinn er fyrstur sinnar tegundar, alþjóðasáttmáli sem mun tryggja að gervigreind standi vörð um réttindi fólks,“ sagði Marija Pejcinovic aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins í yfirlýsingu.

Gert er ráð fyrir að sáttmálinn verði undarritaður í í Litháen í september.

til baka