Leitar biðils á klettabrún í þjóðgarði

Maðurinn sést krjúpa á kné á klettabrúninni og biðja sinnar …
Maðurinn sést krjúpa á kné á klettabrúninni og biðja sinnar heittelskuðu. Dippel vill endlega færa parinu myndina. Ljósmynd/Matthew Dippel

Bandarískur ljósmyndari biðlar nú til samfélagsmiðlanotenda að hjálpa sér við að hafa uppi á pari þar sem maðurinn var á biðilsbuxunum á klettabrún í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Ljósmyndarinn Matthew Dippel náði augnablikinu á mynd 6. október og vill gjarnan deila myndinni með parinu.

Myndin sem sýnir manninn krjúpa á kné í dramatísku klettalandslagi hefur hlotið mikla dreifingu á samfélagsmiðlum, en parið er enn ófundið.

Dippel var á ferð í þjóðgarðinum með vini sínum þegar hann tók myndina. „Yosemite er ótrúlegur staður til að taka myndir,“ sagði hann og kvaðst hafa langað til að taka myndir af Taft Point, staðinum sem parið er á.

Hann beið í röð með öðrum ferðamönnum eftir að komast út á klettanefið þegar bónorðið átti sér stað. „Ég var með myndavélina klára þannig að ég þurfti bara að smella af,“ segir hann. Dippel hljóp síðan um svæðið í leit að parinu, án árangurs.

„Mig langar virkilega til að komast að því hverjir þetta voru svo ég geti gefið þeim myndina, af því að ég held að þetta hafi verið einstakt augnablik sem að þau vilji minnast.“

Ekki allir hafa tekið vel í leit Dippels að parinu á samfélagsmiðlum og hafa sumir sakað hann um að falsa myndina. Aðrir hafa hins vegar komið honum til varnar. „Þetta er ekki sviðsett. Ég þekki ekki parið og er bara að reyna að komast að því hver þau eru.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant