Hatara verði vísað úr keppni

Hatari.
Hatari. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Samtök breskra lögfræðinga sem styðja Ísraelsríki og Simon Wisenthal-stofnunin hafa skrifað bréf til framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar og krafist þess að hljómsveitinni Hatara verði meinað að taka þátt í keppninni.

Í bréfinu eru Eurovision-keppnin og Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hvött til að „framfylgja sínum eigin reglum og tryggja að í Eurovision-keppnini í Tel Aviv 2019 verið samkennd í fyrirrúmi í stað haturs og ofbeldis“.

Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar. Þar er hann beðinn um að koma í veg fyrir að keppnin í Tel Aviv, sem verður haldin 14. til 18. maí, verði breytti í pólitískan viðburð. 

Fram kemur að Hatari hafi brotið reglu 2.6 þar sem segir: „Eurovision er ekki pólitískur viðburður“. Nefnt er að hljómsveitin hafi haldið því fram að atriði þeirra verði pólitísk yfirlýsing sem verði andsnúin stjórnvöldum í Ísrael, lagið sé samið gegn kapítalisma sem feli því í sér pólitíska afstöðu og að textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur.

Vinna er í fullum gangi við að gera sviðið klárt …
Vinna er í fullum gangi við að gera sviðið klárt fyrir Eurovision-keppnina í Tel Aviv. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson