Jemtland sögð hafa drukknað

Janne Jemtland bjó í smábænum Brumunddal í Noregi.
Janne Jemtland bjó í smábænum Brumunddal í Noregi.

Janne Jemtland lést af völdum drukknunar en ekki skotsára. Norski fjölmiðillinn Verdens Gang hefur þetta eftir heimildum sínum.

Samkvæmt heimildum VG var Jemtland því enn á lífi þegar eiginmaður hennar fleygði henni í ána Glomma, þar sem lík hennar fannst í byrjun ársins.

Lögreglan vill ekki staðfesta hvað varð henni að bana þar sem lokaniðurstaða krufningar er ekki tilbúin.

Jemtland hvarf 29. desember. Eiginmaðurinn var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt hana 12. janúar. Hann hefur viðurkennt að hafa skotið hana en segir að um slysaskot hafi verið að ræða.  

Lögreglan telur að Jemtland hafi verið skotin með níu millimetra skammbyssu fyrir utan heimili þeirra í Veldre í Brumunddal. Byssan hefur ekki fundist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert