Segir að vopna þurfi kennara

Dan Patrick, vararíkisstjóri í Texas.
Dan Patrick, vararíkisstjóri í Texas. AFP

Vararíkisstjóri í Texas segir að vopna þurfi fleiri kennara með byssum til að takast á við byssumenn sem gera árásir á nemendur. Ef það væru „fjórar til fimm byssur á móti einni“ væri staðan betri.

Dan Patrick lét þessi orð falla tveimur dögum eftir að tíu manns féllu í skotárás í Santa Fe-framhaldsskólanum í Texas. Í þeim skóla var einn vopnaður öryggisvörður.

Patrick hefur fyrr sagt að á skólum séu „of margir inngangar og of margir útgangar“ og skoða ætti skipulag þeirra.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnmálamaður leggur til að kennarar beri skotvopn. Eftir að sautján manns létust í skotárás í skóla í Flórída í febrúar lagði Donald Trump Bandaríkjaforseti til að kennarar fengju bónusgreiðslur ef þeir bæru byssur. Hann útskýrði mál sitt svo á Twitter þar sem hann skrifaði að aðeins bestu 20% kennara“ - þeir sem væru með herþjálfun eða sérstaka þjálfun - ættu að hafa leyfi til að bera byssur.

Patrick, sem einnig er repúblikani, sagði í samtali við bandaríska fjölmiðla um málið að besta leiðin til að stöðva byssumann væri „með byssu“. Enn betra væri ef það væru „fjórar til fimm byssur á móti einni“.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert