Haustlægð og hressilegar öldur á Tenerife

Það var ekki bara rok og rigning á Íslandi um …
Það var ekki bara rok og rigning á Íslandi um helgina. Ljósmynd/Twitter

Veðrið hefur ekki leikið við íbúa og ferðafólk á norðurhluta sólareyjunnar Tenerife síðasta sólarhringinn. Mikill vindur hefur verið á svæðinu og hafa íbúar og ferðafólk þurft að yfirgefa íbúðir vegna þess að öldur lömdu á blokk.

Greint er frá því á breskum fréttamiðlum að sjórinn hafi lamið á íbúðablokk á norðurhluta eyjunnar og fólki í 67 íbúðum hafi verið skipað að leita annað.

Auk þess er fólki bannað að fara á ströndina og þá hefur vegum verið lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert