Snarpur skjálfti í Kólumbíu

Kort/Google

Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 varð í suðvesturhluta Kólumbíu síðdegis í dag að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar. Engar fregnir hafa þó borist af manntjóni eða eyðileggingu.

Skjálftinn varð kl. 14:19 að staðartíma (kl. 19:21 í kvöld að íslenskum tíma, um sjö km norðvestur af bænum El Dovio í Valle del Cauca. Jarðskjálftafræðingar segja að skjálftinn hafi verið að 113 km dýpi. 

Talsmaður kólumbísku jarðvísindastofnunarinnar segir að dýptin hafi dregið úr krafti skjálftans og því hafi engar fréttir borist af eyðileggingu eða manntjóni. 

Íbúar í borginni Cali, sem er höfuðstaður Valle del Cauca, fundu vel fyrir jarðskjálftanum. Mörgum var mjög brugðið og voru margar byggingar rýmdar af þessum sökum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert