Slasaðist á leið úr bíói

mbl.is/Ófeigur

Kona var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum þegar hún var að koma út úr Smárabíói. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan með áverka í andliti og líklega brotna hönd.  

Síðdegis í gær handtók lögreglan mann í annarlegu ástandi sem veittist að fólki í Austurstræti. Hann er vistaður í fangageymslu lögreglu vegna þess í hvernig ástandi hann var.

Lögregla stöðvaði ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna í Engihjalla síðdegis í gær en nokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka undir áhrifum vímuefna eða vegna annarra brota í gærkvöldi og í nótt.

Klukkan 21:56 var bifreið stöðvuð á Kópavogsbraut. Ökumaðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum, ítrekað brot.  Bifreiðin var ótryggð og skráningarmerki því klippt af.

Klukkan 22:06 var bifreið stöðvuð á Dalvegi. Ökumaðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum, ítrekað brot. 

Klukkan 00:03 stöðvaði lögregla bifreið við Vallartröð. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum.

Klukkan 00:20 var bifreið stöðvuð á Geirsgötu. Bifreiðin reyndist vera með röng skráningarmerki og voru þau klippt af.

Klukkan 01:28 stöðvaði lögreglan bifreið við Stekkjarbakka eftir að mæla hana á of miklum hraða. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 01:31 var bifreið stöðvuð við Engihjalla. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Klukkan 03:54 stöðvaði lögreglan bifreið á Geirsgötu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert