Lýstu eftir bæjarfulltrúa

Svona var leitað að Karen Elísabetu Halldórsdóttur.
Svona var leitað að Karen Elísabetu Halldórsdóttur.

Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi. Mynd af Karen, sem hafði verið tekin á öryggismyndavél staðarins þegar hún fór þangað til að kynna sér starfsemi og aðbúnað á staðnum, hékk þar uppi á vegg og undir myndinni var spurt: Veit einhver hver þessi kona er?

Eigandi staðarins segir þetta vera viðhaft ef talið sé að fólk hafi gleymt einhverju inni á staðnum í stað þess að fara með óskilamuni til lögreglu, að því er fram kemur í málið í Morgunblaðinu í dag.

Myndin var að lokum tekin niður að beiðni bæjarfulltrúans. Samkvæmt persónuverndarlögum er óheimilt að afhenda myndir úr rafrænni vöktun nema með samþykki þess sem á myndinni er.

Ný lög leystu af hólmi 18 ára gömul persónuverndarlög í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert