Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

Veiðihúsið við Haffjarðará.
Veiðihúsið við Haffjarðará. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Þar er óskað eftir „hressri og duglegri stúlku“ sem geti sinnt daglegum verkefnum, t.d. þrifum og þjónustu til borðs í hádegis- og kvöldmat.

Í jafnréttislögum kemur fram að einungis megi auglýsa eftir fólki af tilteknu kyni krefjist starfið þess eða þegar rétta þarf hlut kynjanna. Spurður um hvers vegna eingöngu hafi verið auglýst eftir stúlku kveðst Einar lítið hafa leitt hugann að því. „Það hafa alltaf verið stúlkur hjá okkur sem sinnt hafa þessu starfi. Maður hugsaði því ekki út í það að þetta er auðvitað starf sem strákar geta sinnt líka. Þetta var því bara vegna þess að við erum vön að hafa stelpu og hugsunarleysi af okkar hálfu,“ segir Einar og bætir við að öllum sé frjálst að sækja um stöðuna. „Fólk af báðum kynjum getur sótt um starfið og á jafna möguleika á því að hreppa það,“ segir Einar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert