Sólin lætur víða sjá sig

Sú gula lætur sjá sig víða um land á morgun.
Sú gula lætur sjá sig víða um land á morgun. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Flestir landsmenn ættu að geta notið sólarinnar á morgun og vel virðist ætla að viðra til útiveru í miðborg Reykjavíkur, þar sem Menningarnótt fer fram og þúsundir hlaupara taka þátt í Reykjavíkumaraþoni.

Eins og sjá má á meðfylgjandi spákorti Veðurstofu Íslands verður bjart yfir í flestum landshlutum, en þó áfram einhver væta á norðaustanverðu landinu á morgun. Þar mun þó létta til síðdegis.

Hiti á landinu verður 8-18 stig á morgun, hlýjast syðst.

Á höfuðborgarsvæðinu verður vindur 5-8 metrar á sekúndu, bjartviðri og hiti á bilinu 10-14 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert