Lækkun vísaði til grunnlauna Birnu

Þegar Íslandsbanki greindi í vikubyrjun frá því að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra hefðu lækkað í 4,2 milljónir, eða um rúm 14% milli ára, að hennar frumkvæði, var vísað til fastra mánaðarlauna.

Séu bifreiðahlunnindi og kaupaukagreiðslur tekin með eru heildarlaunin 4,8 milljónir á mánuði í ár, eða 9,4% lægri en í fyrra. Með því eru laun Birnu einni milljón króna hærri en laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.

Ríkissjóður á Íslandsbanka og um 98,2% hlut í Landsbankanum.

Athugun á launakjörum framkvæmdastjóra bankanna bendir til að framkvæmdastjórar Arion banka og Íslandsbanka hafi haft umtalsvert hærri laun en bankastjóri Landsbankans fyrr á þessum áratug.

Sérfræðingur á fjármálamarkaði sagði afnám kaupauka eiga þátt í hækkandi grunnlaunum hjá bönkunum á síðustu árum. Sú þróun geri bankakerfið dýrara.

Sjá umfjöllun um launagreiðslur í bankakerfinu í heild í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert