Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt.

Þetta kom fram í svari Trausta Fannars Valssonar dósents að loknum erindum á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Spurningin barst úr salnum og var lögð fram í ljósi þess ef dómarar geti ekki mætt í vinnuna.

Trausti Fannar sagði að til þess að fá úr því skorið þurfi fyrst að láta reyna á ráðherraábyrgðina.

Hann sagði einn dóm hafa fallið varðandi dómararskipan þar sem ráðherra „þurfti að bera ákveðinn hluta vegna þess hvernig mál var lagt upp“. Ekkert liggi aftur á móti enn þá fyrir um að slík ábyrgð sé til staðar í Landsréttarmálinu.

Frá málþinginu í hádeginu í dag. Trausti Fannar er lengst …
Frá málþinginu í hádeginu í dag. Trausti Fannar er lengst til vinstri. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert