Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Hjáleið verður um bráðabirgðatengingar af Hringvegi yfir á Ölfusveg austan …
Hjáleið verður um bráðabirgðatengingar af Hringvegi yfir á Ölfusveg austan við Varmá og á móts við Friðarminni rétt vestan við Gljúfurárholtsá. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fara fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsár og Varmár.

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að merkt hjáleið verður um bráðabirgðatengingar af hringvegi yfir á Ölfusveg austan við Varmá og á móts við Friðarminni rétt vestan við Gljúfurárholtsá. Jafnframt verður þá opnað fyrir innansveitarumferð um Ásnesveg, þótt hann sé ekki enn frágenginn með bundnu slitlagi.

Fjölmargar vegtengingar eru á kaflanum frá Hveragerði til Selfoss en …
Fjölmargar vegtengingar eru á kaflanum frá Hveragerði til Selfoss en með nýjum vegi leggjast þær mestmegnis af og fara þess í stað um hliðarvegi. Ljósmynd/Vegagerðin

Hér má lesa nánar um framkvæmdirnar og hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrsta áfanga breikkunar hringvegarins frá Hveragerði til Selfoss, en heildarlengd kaflans er 2,5 km: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert