Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Elding yfir Vesturbæ Reykjavíkur fyrr á árinu.
Elding yfir Vesturbæ Reykjavíkur fyrr á árinu. Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður.

Á vef almannavarna er að finna upplýsingar um forvarnir og viðbrögð vegna eldinga. 

Þar seg­ir að forðast eigi vatn, hæðir í lands­lagi og berang­ur, málm­hluti, lít­il skýli og stór tré. „Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri bygg­ing­um eða yf­ir­byggðu öku­tæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.“

Leiki grun­ur á að eld­ingu slái niður ná­lægt fólki og það nái ekki að kom­ast í skjól er því ráðlagt að krjúpa niður á kné, beygja sig fram og styðja hönd­um á hnén, en leggj­ast ekki flatt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert