Brimið braust inn í íbúð á Blábjörgum

Pallurinn lætur á sjá.
Pallurinn lætur á sjá. Ljósmynd/Aðsend

Miklar skemmdir hafa orðið á gistiheimilinu Blábjörgum á Borgarfirði eystri í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. Samkvæmt starfsmanni gistiheimilisins hefur svo mikið brim varla sést, en gistiheimilið er staðsett í fjöruborðinu.

„Fyrir einu eða tveimur árum fór annar potturinn aðeins á ferð en það var ekkert á við þetta. Svo erum við vön að þurfa að sópa þara og grjót af pallinum en ekki svona,“ segir Elísabet Dögg Sveinsdóttir. 

Eins og sjá má af myndum sem Elísabet hefur tekið fóru báðir heitu pottarnir á ferð auk þess sem flæddi inn í eina af íbúðum gistiheimilisins, með tilheyrandi þara og grjóti. „Það er bara alveg ótrúlegt að rúður skyldu ekki fara líka.

„Það hefur ekkert verið eitthvað aftakaveður hérna, en það er svo rosalega mikið brim.“

Sjór flæddi inn í eina af íbúðum gistiheimilisins, með tilheyrandi …
Sjór flæddi inn í eina af íbúðum gistiheimilisins, með tilheyrandi þara og grjóti. Ljósmynd/Aðsend

Ekki verður unnt að meta tjónið almennilega fyrr en á morgun þegar veðrið verður gengið yfir. Elísabet segir ekki ólíklegt að pottarnir séu ónýtir, auk þess sem talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni sem flæddi inn í.

Að sögn Elísabetar á að hvessa aftur í kvöld.

Báðir pottarnir fóru á ferð í briminu.
Báðir pottarnir fóru á ferð í briminu. Ljósmynd/Aðsend
Mikill sjór komst inn í eina íbúð gistiheimilisins.
Mikill sjór komst inn í eina íbúð gistiheimilisins. Ljósmynd/Aðsend
Elísabet segir pottana líklega ónýta.
Elísabet segir pottana líklega ónýta. Ljósmynd/Aðsend
Pottarnir eru illa farnir.
Pottarnir eru illa farnir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert