Greiðfært á höfuðborgarsvæðinu

Mynd/Skjáskot

Greiðfært er á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að hreinsun gatna og stíga síðan í nótt.

Fremur þungfært var í Seljahverfi og einhverjum fleiri hverfum sem liggja hátt en búið er að ryðja allar helstu leiðir og eiga því allir að komast auðveldlega til vinnu og skóla í dag.

Enn er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og beðið með mokstur þar til veður gengur meira niður. Fært er á milli Reykjavíkur og Borgarness, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni.

Fyrstu ferðir strætó, leiðar 52, hafa verið felldar niður og eins hjá leið 58 og 82. Herjólfur siglir ekki tvær fyrstu ferðir dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert