Neyddust til að lenda á Íslandi

mbl.is/Eggert

Farþegaþota Lot Airlines á leið frá Varsjá í Póllandi til New York neyddist til þess að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna flugdólgs. Þetta kemur fram á fréttavefnum The Yeshiva World. 

Fram kemur á vefnum að farþeginn, sem var í mikilli vímu, hafi verið stjórnlaus og því hafi flugmennirnir neyðst til að lenda á Íslandi. Ekki er vitað hvers vegna ekki tókst að halda för vélarinnar áfram en farþegunum var komið fyrir á hóteli í nótt. 

Um borð voru 50 gyðingar og styttu þeir sér stundir með söng þar sem þeir biðu í Leifsstöð og sjá má í myndskeiði sem fylgir fréttinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert