Gamall birkiskógur fór verst út úr gróðureldum

Gamall birkiskógur á milli Grábrókarhrauns og Norðurár er illa farinn …
Gamall birkiskógur á milli Grábrókarhrauns og Norðurár er illa farinn eftir gróðureldana Ljósmynd/Sigurður Kristinn Guðjohnsen

Gamall birkiskógur er illa útleikinn eftir gróðureldana í Norðurárdal 18. maí sl. og miklar gróðurskemmdir hafa orðið. Kemur það fram í greinargerð sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands sem metið hefur skemmdirnar.

Brunna svæðið nær yfir 13,2 hektara, samkvæmt mælingum stofnunarinnar. Í upphafi var rætt um að eldurinn hefði farið yfir mosa og hraun.

Járngerður Grétarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að það sé ekki rétt. Stærsta svæðið sé skógur, gamall birkiskógur, fyrir neðan hraunbrúnina, alls um 11,3 ha. Einnig brann nokkurt svæði uppi á hraunbrúninni, meðal annars 1,1 ha hraunlendi þar sem hraungambri er ríkjandi. Þá brann tæpur hálfur hektari syðst og um miðbik svæðisins þar sem gulvíðir og gisið birki var og loks tæpur hálfur hektari af graslendi næst Norðurá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert