„Arfavitlaus hugmynd“

Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til verulegar breytingar á skipan …
Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til verulegar breytingar á skipan stjórnunar og eftirlits á sviði flugmála frá gildandi lögum. mbl.is/Árni Sæberg

Isavia ohf. gagnrýnir í umsögn til Alþingis fjölmörg atriði í frumvarpi samgönguráðherra til nýrra heildarlaga um loftferðir og segir vegið verulega að hagsmunum félagins og dótturfélaga þess. Breytingar sem af því leiði muni jafnframt hafa neikvæð áhrif á notendur og samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.

Yfirlögfræðingur Isavia, sem skrifar undir umsögnina, gagnrýnir m.a. niðurfellingu lögveðs vegna gjalda notenda flugvalla og breytingu á gildandi stöðvunarheimild sem félagið telur skaða hagsmuni þess og flugrekenda verulega.

Gerir hann alvarlegar athugasemdir við að í stað núgildandi stöðvunarheimildar eigi að koma kyrrsetningarheimild þar sem rekstraraðili flugvallar, flugleiðsöguþjónusta og Samgöngustofa geti lagt fram beiðni um kyrrsetningu loftfars til sýslumanns uns lögmælt gjöld eru greidd, eða trygging sett. Þetta sé ónothæft úrræði. Er það sögð vera „arfavitlaus hugmynd að leita þurfi til sýslumanns um kyrrsetningu enda verður loftfarið farið áður en sýslumaður svarar símanum“.

Frumvarpið er viðamikið og alls 273 blaðsíður með greinargerð og eru þar lagðar til veigamiklar breytingar frá gildandi lögum. Í gagnrýni Isavia á ákvæði um brottfall lögveðs vegna ógreiddra gjalda segir að það muni stórauka líkur á að ekki takist að innheimta gjöld notenda, leiði til meiri áhættu í rekstri og töpuð notendagjöld muni leggjast á notendur sem fyrir eru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert