Rúv með undanþágu frá sóttvarnareglum í kvöld

Af afhendingarathöfninni í kvöld.
Af afhendingarathöfninni í kvöld. Skjáskot/Rúv

Rúv og skrifstofa forseta Íslands fengu undanþágu frá almennum sóttvarnareglum í kvöld þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent.

„Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari í samtali við mbl.is í kvöld spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið.

Fleiri en tíu

Hallgrímur Helgason, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu verðlaunin í ár við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Viðburðinum var sjónvarpað á Ríkisútvarpinu og vakti þar athygli að fjöldi fólks var samankomin grímulaus. Að minnsta kosti töluvert fleiri en þeir tíu sem núverandi reglugerð um takmörkun á samkomum gerir ráð fyrir.

Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum …
Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Kristinn Magnússon

Sérstök heimild

Að sögn Sifjar hefur Rúv sérstakar heimildir í slíkum aðstæðum:

„Rúv má í þessum upptökuskilyrðum, miðað við að það sé viðeigandi bil á milli fólks, vinna með 40 manns í rými.“

Þurfa grímur og fjarlægðarmörk á sitjandi sviðslistaviðburðum

Samkvæmt núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum er heimilt að hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

  1. Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
  2. Viðhöfð sé 1 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra gesta.
  3. Allir gestir noti andlitsgrímu.
  4. Ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir viðburð, á meðan hann stendur yfir og eftir að honum lýkur.
  5. Gestir skulu beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum sínum, ef hlé er gert á viðburði, sé þess kostur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert