Frosin jörð í Reykjavík

Mynd tekin í Grafarvogi.
Mynd tekin í Grafarvogi. Ljósmynd/ Páll Viðar Jenssen

Jörð fraus í Reykjavík í nótt, en hiti við jörðu mældist lægst -3,4 gráður. 

Sáust merki þess skýrt í Grafarvogi, líkt og myndirnar gefa til kynna. 

Lofthiti náði þó ekki frostmerki, en hann er mældur í tveggja metra hæð. Þetta staðfestir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Á Þingvöllum var kaldast í nótt ef litið er til láglendisins, en þar náði lofthiti niður fyrir -4,3 gráður. Næst kaldast var á Sandskeiði og við Torfur.

Einnig var talsvert um næturfrost á hálendinu, en kaldast við Möðrudali, Veiðivatnajökul og Dyngjujökul. 

Jörð fraus en lofthiti hélst yfir frostmarki.
Jörð fraus en lofthiti hélst yfir frostmarki. Ljósmynd/ Páll Viðar Jenssen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert