Græjan sem er að gera allt vitlaust

mbl.is/

Í fyrra var það Sous Vide, með öllum sínum græjubúnaði, sem sló í gegn fyrir jólin og allir þurftu að eignast. En hvað ætli sé að slá í gegn í ár?

Meðal þess sem er að mælast hvað heitast nú fyrir jólin er Meater+ sem er þráðlaus kjöthitamælir sem stjórnað er með appi. Hvað þarf maður meira?

Heyrst hefur að Bocus d´Or-kokkarnir noti græjuna grimmt og að hún sé mjög vinsæl meðal kokka almennt. Þá gefur augaleið að allir heimiliskokkar þurfa að eignast hana enda er óhemjusvalt að geta tékkað á kjötinu í símanum. 

Fyrir þá sem vilja fræðast frekar um Meater+ er hægt að fara inn á heimasíðu þess HÉR en söluaðili hér á landi er Fastus og ku græjan kosta 19.950 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert