100 ára gömul hjón deila leyndarmálinu að baki góðu hjónabandi

Curtis og Virginia Peters á sínum yngri árum.
Curtis og Virginia Peters á sínum yngri árum. mbl.is/skjáskot

Curtis og Virginia Peters fögnuðu á dögunum 80 ára brúðkaupsafmæli sem þykir nokkuð merkilegur áfangi. Curtis er 100 ára gamall en Virginia 103 ára. 

Hjónin eiga fimm börn saman og hafa að eigin sögn lifað góðu og hamingjuríku lífi. Og lykillinn að hamingjunni og hjónabandinu segja þau að sé sameiginleg ást þeirra á Hershey-súkkulaði. 

Alla þeirra búskapartíð hefur Hershey-súkkulaðið verið í miklu uppáhaldi og verið stór hluti af heimilishaldinu. Á sjötta áratugnum fóru þau í heimsókn í höfuðstöðvar Hershey sem var mikil gleðiferð að þeirra sögn og má því segja að saga þeirra sé samofin súkkulaðinu.

Þau deila súkkulaðistykki daglega og segja það vera mikilvægan þátt í hjónabandinu. Þau deili öllu og það veiti þeim mikla gleði að gefa hvort öðru bita og njóta súkkulaðisins saman. 

Flóknara þarf það ekki að vera. Maður þarf einfaldlega að vera góður við þá sem maður elskar og gefa þeim súkkulaði daglega. 

Hjónin fögnuðu deginum með sínum nánustu og fengu að sjálfsögðu …
Hjónin fögnuðu deginum með sínum nánustu og fengu að sjálfsögðu blóm og súkkulaði. mbl.is/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert