Blótaði 58 sinnum og missti vinnuna

Michael Jolley þarf að finna nýja vinnu.
Michael Jolley þarf að finna nýja vinnu. Ljósmynd/Grimsby Town

Michael Jolley var á föstudag rekinn sem knattspyrnustjóri enska D-deildarfélagsins Grimsby Town. Stór ástæða uppsagnarinnar var hegðun hans í viðtali eftir 0:4-tap gegn Leyton Orient í síðasta mánuði. 

Jolley blótaði 58 sinnnum í fjögurra mínútna viðtali eftir leik við fréttamenn BBC Humberside. Félagið komst yfir upptöku af viðtalinu og ákvað að slíta samstarfinu. 

„Það er fjandans hneyksli hversu lélegur fjandans blaðamaður þú ert. Fjandans útvarpsstöðin færir ekkert nema neikvæðar fjandans fréttir. Þið hafið engar fjandans hreðjar.

Við vorum í fjandans tíunda sæti fyrir leikinn í dag vinur. Nálægt fjandans umspilinu. Hefurðu séð fjandans peninginn sem ég fæ til að kaupa leikmenn? Veistu hvar í fjandanum við ættum að vera í töflunni?“ er meðal þess sem Jolley sagði í viðtali eftir leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert