Lét Messi og Ronaldo heyra það

Fabio Capello ásamt eiginkonu sinni Laura Ghisi á verðlaunahátíðinni í …
Fabio Capello ásamt eiginkonu sinni Laura Ghisi á verðlaunahátíðinni í gærkvöld. AFP

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello, sem meðal annars hefur þjálfað Real Madrid, Juventus, AC Milan, enska landsliðið og það rússneska, var ekki sáttur við fjarveru Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á uppskeruhátíð FIFA í London í gærkvöld þar sem besta knattspyrnufólk heims var verðlaunað.

Ronaldo var einn þriggja sem var tilnefndur í kjöri á besta leikmanni ársins en í fyrsta skipti frá árinu 2006 var Messi ekki tilnefndur. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem annaðhvort Messi eða Cristiano Ronaldo fer ekki heim með bik­ar­inn. Þeir voru hins vegar báðir valdir í lið ársins.

„Þetta er virðingarleysi við leikmenn, FIFA og fyrir heimsfótboltann,“ sagði Capello í viðtali við spænsku sjónvarpsstöðina TVE en Capello var einn boðsgesta á verðlaunahófinu.

„Það er möguleiki að þeim sem hafa unnið svona mikið hafi ekki líkað við að tapa. Í lífinu verður þú að vera góður þegar þú vinnur og þegar þú tapar.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert