Frakkar í sérstökum treyjum gegn Íslandi

Kylian Mbappé og Raphaël Varane í treyjunni góðu.
Kylian Mbappé og Raphaël Varane í treyjunni góðu. Ljósmynd/NIKE

Franska karlalandsliðið í fótbolta verður í sérstökum tímamótatreyjum gegn Íslandi er þjóðirnar mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020 á mánudagskvöldið. Treyjan, sem verður til í takmörkuðu upplagi, var gerð af Nike til að fagna 100 ára afmæli franska knattspyrnusambandins. 

Blái liturinn er ljósari en á síðustu treyjum Frakka og í gamaldags sniði. Merki sambandsins hefur verið breytt og stendur nú 100 ár, 1919-2019, á treyjunni. 

Verður haldið upp á afmælið fyrir leik og kvikmynd sýnd á skjám Stade de France þar sem 100 bestu leikmenn franska landsliðsins verða heiðraðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert