Með hjólið í pappakassa á heimsmeistaramótinu

„Það var alveg smá sjokk að vera allt í einu mætt á heimsmeistaramótið,“ sagði Arna Sigríður Albertsdóttir, hjólreiðakona ársins 2021 og Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arna Sigríður, sem er 31 árs gömul, keypti sitt fyrsta handahjól árið 2011 en hún tók þátt á sínu fyrsta móti í handahjólreiðum árið 2014 þegar hún tók þátt í X-Handbike Race í Vall d‘Uixó á Spáni, fyrst Íslendinga.

Ári síðar varð hún fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt á heimsmeistaramótinu í hjólreiðum þar sem hún keppti í bæði tímatöku og fjöldastarti í Notwil í Sviss.

„Ég og bróðir minn mættum þarna með hjólið mitt í einhverjum pappakassa,“ sagði Arna.

„Við vissum ekkert og svo mættu Tour de France rúturnar ein af annarri með Frakkana, Belgana og Þjóðverjana.

Við vorum varla með leyfi til að vera þarna en þetta reddaðist nú allt á endanum,“ bætti Arna Sigríður við.

Viðtalið við Örnu Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert