„Hann þarf að fara í megrun“

Aron Pálmarsson snýr aftur heim í sumar eftir 14 ár …
Aron Pálmarsson snýr aftur heim í sumar eftir 14 ár í atvinnumennsku. mbl.is/Óttar Geirsson

„Þegar þú byrjar að eldast þá þarftu að hugsa um kílóin þín,“ sagði íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í handbolta og landsliðsfyrirliðann Aron Pálmarsson.

Að minnsta kosti tvö til þrjú góð ár

Aron, sem er 32 ára gamall, snýr heim í sumar eftir 14 ár í atvinnumennsku með stórliðunum Kiel, Veszprém, Barcelona og Aalborg.

„Þetta er maður sem er 102, 103 kg og mín skoðun er sú að hann þarf að vera sjö til átta kílóum léttari til þess að plumma sig vel með landsliðinu og hérna heima,“ sagði Gaupi.

„Nái hann því þá á hann að minnsta kosti tvö til þrjú góð ár eftir með landsliðinu en hann þarf að fara í megrun,“ sagði Gaupi meðal annars.

Umræðan um íslenska landsliðið og Aron Pálmarsson hefst á 18:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert